Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaárið 2021-2022  er áfram unnið með nokkur af skólaþróunarverkefnum frá fyrra ári.  Má þar nefna innleiðingu nýrrar aðalnámskrár, endurskoðun skólanámskrár samhliða endurskoðun á námsáætlunum og námsmati.  Unnið verður áfram með réttindaskólaverkefnið  og vinaliðar verða einnig enn  að störfum í frmínútum.

Unnið verður með teymisvinnu, bekkjarfundi og jákvæðan aga. Kraftur verður sett í innleiðingu leiðsagnarmats eða námsmenningu leiðsagnarmat sem við köllum  leiðsagnarnám. Nokkrir kennarar skólans sækja leiðtoganámskeið í HÍ og munu þeir halda utan um innleiðingu á leiðsagnarnámi í öllum árgöngum.

Stjórnendur skólans mun sækja sér fræðslu um lausnafundi og gera tilraunir með notkun þeirra í einum árgangi skólaárið 2021-2022.

Réttindaskólaverkefnið

Tveir nemendur úr hverjum árgangi frá 3.- 7. bekk sátu í réttindaráði fyrir hönd nemenda. Ráðið fundaði eftir þörfum yfir veturinn og var misjafnt milli mánaða hversu oft ráðið kom saman og hélst það í hendur við þau verkefni sem lágu fyrir. Umsjónarmenn verkefnisins funduðu oftar og sátu fundi með fulltrúum Unicef á Íslandi.

Að hausti var farið yfir verkefnið með starfsfólki og nemendum. Allir árgangar unnu að bekkjarsáttmála sem tengdist barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Lagðar voru fyrir öryggis-, aðgengis- og viðhorfskannanir fyrir nemendur og starfsfólk. Unnið var með niðurstöður þessara kannanna. Í byrjun nóvember framkvæmdu fulltrúar frá Unicef á Íslandi úttekt á Flataskóla. Þeir ræddu t.d. við fulltrúa foreldra, nemenda og starfsfólks og skoðuðu skólann. Í kjölfarið fékk Flataskóli útnefningu sem Réttindaskóli Unicef á Íslandi við athöfn sem réttindaráðið hafði umsjón með. Allir nemendur skólans unnu að verkefni sem nefndist ,,skilaboð til leiðtoga heimsins“ þar sem þeir tjáðu hvers þeir óskuðu öðrum börnum í heiminum út frá Barnasáttmálanum. Ævar Þór Benediktsson tók við skilaboðunum með loforði um að koma þeim áleiðis.

Stefnt er að því að halda verkefninu áfram næsta vetur og byrja haustið á viku sem er tileinkuð Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Einnig er stefnt að því að vinna með ákveðnar greinar sáttmálans á hverjum tíma

Vinaliðar í Flataskóla

Flataskóli fékk styrk úr þróunarstjóði grunnskóla Garðabæjar til að innleiða verkefnið Vinaliðar í Flataskóla

Aðalmarkmið verkefnisins er að bæta samskipti og líðan nemenda í frímínútum. Boðið er upp á fjölbreytt viðfangsefni og unnið að þvi að virkja alla nemendur til þátttöku. Hópur nemenda, vinaliðar, fær sérstaka þjálfun til að stýra og stjórna leikjum og stöðvavinnu í frímínútum.  Markmiðið er því að stuðla að fjölbreyttari leikjum í frímínútum, leggja grunn sem gerir nemendum kleift að tengjast sterkum vinaböndum, minnka togstreitu milli nemenda, hampa góðum gildum, svo sem vináttu, virðingu og því að allir fái að taka þátt. Verkefnið hefur nú fest sig í sessi og er mikil ánægja með það.

 

 

English
Hafðu samband