Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stóra upplestrarkeppnin

23.03.2017
Fimmtudaginn 23. mars kl. 17:00 verður lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk haldin í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk sem valdir hafa verið úr Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi lesa svipmyndir úr skáldverki og ljóð. Fulltrúar Flataskóla eru Júlía Ruth og Kristjana Bríet og varamaður er Guðmundur Rafn. Skáld keppninnar í ár eru Andri Snær Magnason og Steinunn Sigurðardóttir. Andri Snær mun flytja ávarp á hátíðinni.
Til baka
English
Hafðu samband