Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sigur í stóru upplestrarkeppninni

26.05.2021
Sigur í stóru upplestrarkeppninniLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Garðabæ fór fram þann 26. maí.  Þar reyndu fulltrúar úr 7. bekkjum skólanna með sér í upplestri og framsögn við hátíðlega athöfn í Vídalínskirkju.  Okkar fulltrúar þetta árið voru þær Helga María og Sædís Arna.  Þær stóðu sig báðar frábærlega og endaði reyndar með því að Helga María fór með sigur af hólmi í keppninni.  Hjartanlega til hamingju með þennan flotta árangur stelpur!  
Til baka
English
Hafðu samband