Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þakkardagur vinaliða

29.01.2021
Þakkardagur vinaliðaÍ Flataskóla starfa vinaliðar en hlutverk þeirra er að stýra uppbyggilegri afþreyingu á skólalóðinni í frímínútum. Vinaliðar eru valdir úr hópi nemenda á miðstigi og sinna hlutverkinu í tiltekinn tíma og uppskera að því loknu laun erfiðisins þegar þakkardagar eru haldnir.  Slíkur dagur var einmitt föstudaginn 29. janúar og þá gerðu vinaliðar sér glaðan dag ásamt verkefnisstjórum. Að þessu sinni skellti hópurinn sér í Smárabíó og sá myndina Wonder Woman 1984 og gæddi sér á gómsætum pizzum ásamt því að leika lausum hala í leiktækjum Smárabíós. Nú tekur svo nýr hópur vinaliða við keflinu, þau fara á námskeið þann 8. febrúar til að undirbúa sig undir hlutverkið og taka svo til óspilltra málanna.
Til baka
English
Hafðu samband