Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjölvalið byrjað aftur

14.01.2021
Fjölvalið byrjað afturEitt af því sem við erum stolt af í Flataskóla er fjölval nemenda. Það eru kennslustundir þar sem nemendur starfa í aldursblönduðum hópum og vinna að verkefnum sem þeir velja sér eftir því sem áhugi þeirra stendur til.  Þau fara tvisvar sinnum á hverja stöð og það er sannarlega ýmislegt í boði. Má þar nefna dans, tæknivinnu af ýmsum toga, útileiki, matreiðslu, slökun, golf og tónlist svo eitthvað sé nefnt en listinn er reyndar mun lengri og tekur einnig breytingum yfir veturinn.  Vegna sóttvarnaraðgerða þurftum við að gera hlé á fjölvalstímunum okkar í október en nú höfum við tekið þráðinn upp að nýju.  Myndin sem fylgir fréttinni er af dæmi um afurð fjölvalsstöðvar á yngra stigi, en þar eru föndraðar köngulær af mikilli list.
Til baka
English
Hafðu samband