Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stjörnuverið

04.04.2017
Stjörnuverið

Sævar stjörnufræðingur kom í skólann með stjörnuverið sitt í hátíðarsalinn og blés það upp til að leyfa nemendum í 3. og 6. bekk að skoða himingeiminn í sýndarveruleika. Hver bekkur fékk að koma inn í tjaldið þar sem Sævar sýndi þeim og sagði frá stjörnunum og ýmsum fyrirbrigðum úr himingeimnum. Sjö bekkir heimsóttu verið að þessu sinni og fannst nemendum mikið til þess koma að heyra sögurnar hans Sævars því hann er hinn fróðasti um þessi málefni og segir skemmtilega frá. Nemendur í þessum bekkjum vinna með himingeiminn á ýmsan hátt og eru flott listaverkin sem þeir hafa unnið tengt verkefnunum. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband