Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Páskaungarnir mættir

27.03.2017
Páskaungarnir mættir

Í morgun fengum við tíu nýklakta hænuunga í heimsókn til okkar frá bæ á Hvalfjarðarströnd. Hitakassinn okkar var tilbúinn, búið að hita hann upp enda ungarnir rétt nýkomnir í heiminn og viðkvæmir fyrir hitabreytingum. Að fá hænuunga rétt fyrir páska er hefð sem hefur viðgengist hjá okkur um margra ára skeið og er það alltaf jafn spennandi fyrir nemendur að fá að fylgjast með ungunum vaxa og dafna í kassanum þessa daga sem þeir eru hjá okkur. Ungarnir verða í eina viku og mættu þeir reyndar ekki vera lengur, því þeir eru svo fljótir að stækka og mundu sennilega fljúga/stökkva upp úr búrinu fljótlega eftir það. Nemendur í öðrum bekk fá það verkefni að gefa þeim nöfn og fylgjast með vexti þeirra daglega í eina viku. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband