Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vísindamenn heimsækja nemendur í 6. bekk

17.03.2017
Vísindamenn heimsækja nemendur í 6. bekk

Síðustliðna tvo föstudaga hafa vísindamenn heimsótt nemendur í 6. bekk og sagt þeim frá starfi sínu og fræðum. Tengist þetta námsefni nemenda í náttúruvísindum og er skemmtileg viðbót við það sem í námsbókinni stendur. Guðfinna Aðalgeirsdóttir jarðeðlisfræðingur frá Háskóla Íslands sagði frá ferðum sínum á heimskautasvæðin og sýndi þeim myndir. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði frá jarðmyndun, landreki og hvernig stæði á því að til væru svona köld svæði á jörðinni eins og pólarnir og hann sagði einnig frá heimskautaförum fyrri alda og hvernig þeim gekk að lifa og ferðast um slík svæði. Hann kom einnig inn á dýraríkið og sýndi þeim myndir sem kveiktu greinilega vel í nemendum sem spurðu mikið í tengslum við efnið. Myndir eru komnar í myndasafn skólans. 

Til baka
English
Hafðu samband