Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stóra upplestrarkeppnin

09.03.2017
Stóra upplestrarkeppnin

Nemendur í 7. bekk tóku þátt í stóru upplestrarkeppninni í morgun þar sem velja átti fulltrúa fyrir hönd skólans til að taka þátt í lokahátið Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin verður í Kirkjuhvoli fimmtudaginn 23. mars mill 17 og 19. Þátttakendur verða frá öllum grunnskólum Garðabæjar og Seltjarnarness. Í morgun lásu allir nemendurnir fyrst upp úr bókinni um fluguna sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og í seinni umferðinni lásu þeir upp ljóð að eigin vali. Allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjal að keppni lokinni. Meðan dómarar báru saman niðurstöður sínar spilaði Íris Eir fyrir áhorfendur á þverflautuna sína. Kynnir var Andrija Aron Stogadinovic og aðrir þátttakendur voru Marta Dan, Birna Dís, Júlía Rut, Kristjana Bríet, María Dan, Rakel Mist, Ísól, Alice Amilía, Fríða Liv, Guðmundur Rafn, Jóhanna og Ólöf Sara. 

Fulltrúar Flataskóla í Stóru upplestrarkeppninni verða að þessi sinni, Júlía Ruth og Kristjana Bríet og varamaður Guðmundur Rafn. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband