Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skíðaferð 8. mars

09.03.2017
Skíðaferð 8. mars

Þriðji hópur nemenda fór á skíði á miðvikudaginn og var það síðasti hópurinn sem fer að þessu sinni í fjöllin og eru þá allir nemendur skólans búnir að heimsækja Bláfjöll. Nemendur voru til sóma í fjallinu og allt gekk vel og ekkert stórvægilegt kom upp á. Heldur var nú kuldalegt í fjöllunum og sólin náði ekki að skína á okkur að þessu sinni en fólk lét það ekki á sig fá og var duglegt að nota brekkurnar. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband