Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Annir hjá yngstu nemendum skólans

28.10.2016
Annir hjá yngstu nemendum skólans

Miklar annir hafa verið hjá yngstu nemendum síðustu daga í skólanum. Í gær var bangsadagur og fengu bangsarnir sem venjulega sitja heima að koma með í skólann og taka þátt í skólastarfinu. Við það tilefni komu elstu nemendur á leikskólanum Bæjarbóli í heimsókn í 1. bekk með bangsana sína. Fyrsti bekkur sá einnig um morgunsamveruna á miðvikudag og þar sungu og dönsuðu nemendur og léku á alls oddi. Í gær komu svo eldvarnareftirlitsmenn í heimsókn á sjúkrabifreið og sögðu frá og sýndu nemendum hvernig farið væri að því að leita að fólki í reykjarkófi. Að lokum fengu svo allir að fara út í sjúkrabifreiðina og skoða hana og Loga og Glóð sem stóðu vörð um hana á með mennirnir voru inni að tala við nemendur. Myndir frá þessum uppákomum eru í myndasafni skólans. 1. bekkur - 4 og 5 ára.

Hér fyrir neðan er myndband sem tekið var við morgunsamveruna þann 26. október 2016 þegar 1. bekkur sá um dagskrána.

 

Til baka
English
Hafðu samband