Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Annar bekkur í önnum

20.10.2016
Annar bekkur í önnum

Annar bekkur hefur haft nóg að gera síðustu daga. Í gær sáu nemendur um morgunsamveruna með glæsibrag. Bjartur og Aþena sáu um kynninguna og lýstu tískusýningu sem félagar þeirra sýndu. Svo komu kaffibrúsakarlarnir og kerlingarnar og sögðu brandara og "drukku" kaffi. Síðan stóðu allir sýningaraðilarnir á sviðinu og sungu saman lagið Furðuverk enda voru margir þeirra algjört furðuverk. Í gær komu svo Lionsfélagar í heimsókn með litabók sem þeir gáfu nemendum, sem fjallaði um brunavarnir á heimilum. Á þriðjudaginn fóru nemendur á brúðusýninguna Pétur og Úlfurinn eftir listamanninn Berd Ogrodnik í salnum í Kópavogi sem þeim þótti frábær skemmtun.  Myndir eru komnar í myndasafnið og er hægt að sjá og finna stemninguna sem ríkti í samverunni með því að skoða þær.

Til baka
English
Hafðu samband