Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viðurkenningar og gæðamerki fyrir eTwinningverkefni

19.10.2016
Viðurkenningar og gæðamerki fyrir eTwinningverkefni

Landskrifstofa eTwinning, Rannís, veitti þann 28. september 2016 þrettán eTwinning verkefnum gæðamerki. Viðurkenningarnar voru afhentar við hátíðlega athöfn í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð. Gæðamerkin eru ætluð til þess að vekja athygli á góðum árangri skólanna og hvetja þá til áframhaldandi þátttöku í evrópsku samstarfi og notkunar á upplýsingatækni.
Verkefnin sem hlutu viðurkenninguna eiga það sammerkt að hafa notað upplýsingatækni í samstarfi við evrópskt skólafólk og hafa sýnt fram á nýbreytni og nýsköpun í skólastarfi. Hægt er að lesa um afhendingu viðurkenninganna á vefsíðu RANNIS.

Flataskóli hlaut gæðamerki og eTwinningfána fyrir eftirfarandi verkefni:

The European Chain Reaction 2016, Flataskóli
Árlegt verkefni í Flataskóla sem tengist inn í ólíkar greinar. Fjöldi landa tekur þátt. Hvert þeirra sendir inn myndband af dómínó-keðju sem þátttakendur kjósa um. Verkefnið byggir á samvinnu nemenda og er tengt inn í fjölda greina. Verkefnið var unnið í 4. bekk.

Schoolovision 2016, Flataskóli
Skemmtilegt verkefni tengt ólíkum fögum með Eurovision að fyrirmynd. Tugir landa eru með og sendir hvert þeirra inn myndband sem þátttakendur kjósa um. Verkefnið hefur fest sig í sessi í Flataskóla og virkjar meira og minna allan skólann.

What is your story? Flataskóli
Nemendur í fjórum löndum skrifuðu og unnu sögur með netverkfærinu Padlet. Verkefnið var unnið í 2. bekk.

Grimmi tannlæknirinn, Selásskóli og Flataskóli
Fjögurra vikna lestrarverkefni milli tveggja íslenskra skóla þar sem nemendur unnu með bókina Grimmi tannlæknirinn. Nemendum var m.a. skipt í hópa sem gerðu myndband með viðtali við persónu úr bókinni. Verkefnið var unnið í 5. bekk.

Hægt er að lesa meira um verkefnin á heimasíðu skólans.

María Valberg var viðstödd afhendinguna.

     

Gunnar húsvörður dregur fánann góða að húni við skólann.

Til baka
English
Hafðu samband