Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Menningarferð í Kópavog 4. bekkur

06.10.2016
Menningarferð í Kópavog 4. bekkur

Nemendur og kennarar fóru í menningarferð í næsta bæjarfélag í gær í rokinu og rigningunni. Þeir fóru með strætisvagni að Gerðarsafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs til að fræðast um gripina og listaverkin sem þar eru til sýnis. Mikla athygli vakti stórt fiskabúr með lifandi ferskvatns- og sjávarlífverum og á Gerðarsafninu var sjónlýsing á SKÚLPTÚR/SKÚLPTÚR sýningum þar sem Eva Ísleifsdóttir og Sindri Leifsson áttu hlut að máli og er áhætt að segja að þarna séu á ferð listamenn framtíðarinnar. Myndir frá ferðinni eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband