Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn leikskólabarna

29.10.2014
Heimsókn leikskólabarna

Í tilefni bangsadags á föstudaginn komu börn frá tveimur leikskólum í heimsókn til okkar í 4 og 5 ára bekk og 1. bekk. Börnin fengu að hlusta á sögu með gestgjöfunum á bókasafni skólans þar sem kennarar bekkjanna lásu upp úr sígildum barnasögum. Einnig fengu þau að leika sér og kynnast krökkunum í 4 og 5 ára bekk og 1. bekk. Þetta voru leikskólarnir Kirkjuból og Bæjarból. Það þykir afar gaman að fá svona flotta hópa í heimsókn í skólann og tökum við alltaf vel á móti þeim. Hægt er að skoða myndir frá heimsókninni í myndasafni skólans.

    

Til baka
English
Hafðu samband