Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Grillað úti í heimilisfræði

16.10.2014
Grillað úti í heimilisfræði

Á mánudaginn var greip heimilisfræðikennarinn Helga Sigríður tækifærið og flutti heimilisfræðitímann út í sólina og leyfði 5. bekkingum að grilla pylsur með pissuvafningum í lundinum utan við lóð skólans. Markmiðið var að sýna nemendum að hægt er að elda máltíð við frumstæðar aðstæður og njóta þess. Það var mikil ánægja með þessa tilbreytingu og nemendur nutu máltíðarinnar eins og sjá má á myndunum sem eru komnar í myndasafn skólans. 

Til baka
English
Hafðu samband