Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir frá 2. bekk

10.10.2014
Fréttir frá 2. bekk

Mikið hefur verið umfangs hjá nemendum í 2. bekk að undanförnu, m.a. fóru þeir á Sinfóníutónleika í Hörpu þar sem hljómsveitin flutti verk sem byggt er á bókinni „Ástarsaga úr fjöllunum“. Þar var skyggnst inn í heim trölla á hugljúfan og hnyttinn hátt. Ferðin til borgarinnar gekk vel og voru nemendur sjálfum sér og Flataskóla til sóma. Þá sáu nemendur um morgunsamveruna í hátíðarsal á miðvikudaginn í síðustu viku. Þar sýndu þeir stutt leikrit, sögðu brandara, sýndu töfrabragð og skemmtu áheyrendum með ýmsum tónlistaratriðum.  Í lokin  dönsuðu þeir Macarena. Nemendur skemmtu sér vel bæði við undirbúninginn og við flutning atriða.  Myndir frá báðum atburðum er að finna í myndasafni hjá öðrum bekk.Til baka
English
Hafðu samband