Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stattu með þér

09.10.2014
Stattu með þér

Í dag var forvarnar- og fræðslumyndin "Stattu með þér" frumsýnd í skólanum. Myndin var sýnd öllum nemendum í 5. til 7. bekk og er hún vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi. Myndin er 20 mínútna löng og markmiðið er að efla 10 – 12 ára börn í að standa með sér gegn staðalímyndum, útlitsdýrkun og að rækta sjálfsvirðingu í mannlegum samskiptum. Umræður um myndina munu fara fram í bekkjunum með kennurum og ýmis verkefni verða unnin í tengslum við þetta efni.
Vefsvæði myndarinnar er www.stattumeðþér.is.  

 

 

Til baka
English
Hafðu samband