Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera í umsjón 7. bekkja

08.10.2014
Morgunsamvera í umsjón 7. bekkja

Það var líf og fjör í morgun í skólanum þegar nemendur söfnuðust saman að venju í hátíðarsal skólans en það gera þeir þrisvar sinnum í viku í 20 mínútur til að syngja saman. Nemendur í 7. bekk sáu um samveruna að þessu sinni. Þeir dönsuðu og sungu fyrir áheyrendur og lágu strákarnir ekki á liði sínu í þeim efnum ásamt stelpunum. Þetta var líflegt og skemmtilegt hjá krökkunum og var ekki annað að sjá en að áhorfendur nytu stundarinnar. Myndir eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband