Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólastarfið fer vel af stað

28.08.2013
Skólastarfið fer vel af stað

Skólastarfið fer afar vel af stað. Á mánudaginn var fyrsta samverustundin í hátíðarsalnum okkar og áttu starfsfólk og nemendur skólans ánægjulega stund þennan morgun. Nemendur höfðu engu gleymt um hvernig á að haga sér við slík tækifæri. Allmargir nýir nemendur hófu nám við skólann í haust og hefur gengið vel hjá þeim að falla inn í hópinn. Það tekur vikuna að rata á rétta staði eftir stundaskránni, en eftir það ætti þetta að vera orðið nokkuð ljóst hjá flestum. Nokkrar myndir eru þegar komnar á vefinn okkar og eitthvað á eftir að bætast við eftir því sem líður á vikuna og hvetjum við gesti heimasíðunnar að kanna hana alltaf öðru hverju.  Sérstaklega bendum við á dagatalið okkar þar sem settar eru inn ýmsar uppákomur og ferðir sem farið er með nemendur. Myndir í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband