Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Áhugasviðsverkefni í 5. bekk

12.03.2013
Áhugasviðsverkefni í 5. bekk

Í dag kynntu nemendur í 5. bekk áhugasviðsverkefni sem þeir hafa verið að vinna að síðustu vikurnar. Áhugasviðsverkefni eru verkefni sem nemendur vinna að með hliðsjón af áhugasviði sínu og fá þeir talsvert frelsi við að ákveða viðfangsefni en verða að fara eftir ákveðnum vinnuramma. Áhugasviðsverkefni eru unnin einstaklingslega og nemendur velja sjálfir á hvern hátt þeir vilja skila þeim frá sér. Það er hvort þeir setja verkefnin fram á veggspjaldi, skyggnum eða sem ritgerð. Verkefnin voru mjög fjölbreytt og áhugaverð. Má þar t.d. nefna verkefni um hesta, svarthol, íþróttahetjur, poppstjörnur, íþróttagreinar, hljóðfæri, íþróttalið, tölvuleiki, hunda, eðlur, mat og teiknimyndapersónur. Kynning nemenda sem fór fram á bókasafni skólans tókst mjög vel. Verkefnin verða til sýnis næstu vikuna á ganginum hjá kennslustofum 5. bekkinga í austurálmu skólans.

Myndir er hægt að skoða frá kynningunni í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband