Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplestrarkeppni 7. bekkjar

06.03.2013
Upplestrarkeppni 7. bekkjar

Í dag var upplestrarkeppni 7. bekkjar þar sem valinn var fulltrúi til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppnina sem fram fer 19. mars n.k. í félagsheimilinu í Garðaholti. Sjötta bekk var boðið að koma og hlusta á upplesturinn og þrír dómarar voru fengnir til dæma frammistöðu þeirra nemenda sem lásu upp, en þeir voru Svanhvít Guðbjartsdóttir, Katrín Þorkelsdóttir og Ingibjörg Símonardóttir. Sigurrós úr 6. bekk söng fyrir áheyrendur og Helena, Vildís og Snæfríður dönsuðu frumsaminn dans.  Sindri Snær Sigurðarson varð hlutskarpastur að þessu sinni og Margrét Jóhannesdóttir varð önnur og verður hún til vara. Þau verða fulltrúar skólans í upplestrarkeppninni í Garðaholti þann 19. mars n.k. Hægt er að skoða myndir frá atburðinum í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband