Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Félagsvist 6. bekkja og gesta

08.12.2011
Félagsvist 6. bekkja og gesta

Nýlega spiluðu sjöttu bekkingar félagsvist í sal skólans ásamt nokkrum gestum sínum. Nemendur hafa verið að æfa sig að spila vist um nokkurt skeið og komu spenntir og vel æfðir til leiks. Eftir ánægjulega spilamennsku var boðið upp á drykk og meðlæti. Það voru stúlkurnar í bekknum sem buðu upp á þessar fínu smákökur sem þær höfðu bakað í heimilisfræðitíma. Nemendur og gestir kunnu svo sannarlega að meta þetta og allir skemmtu sér hið besta.

Myndir í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband