Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarátak hjá 5. bekk

13.10.2010
Lestrarátak hjá 5. bekk

Lestrarátaki hjá 5. bekk er nú lokið en það stóð yfir í eina viku. Nemendur settu sér markmið strax í byrjun um hversu mikið þeir ætluðu að lesa. Allir náðu þessu markmiði sínu sem er mjög jákvætt og sumir lásu mun meira en þeir höfðu reiknað með.
Markmið bekkjarins var að lesa samtals 7.380 blaðsíður í ár en það er töluvert meira en þeir lásu í lestraátakinu í fyrra. Þegar búið var að telja heildarfjölda blaðsíðna kom í ljós að nemendur höfðu lesið samtals 9046 blaðsíður sem er frábær árangur.
Útbúinn var lestrarveggur á netinu til að halda utan um hvaða bækur nemendur lásu, þeir skrifuðu stutta umsögn um hverja lesna bók og gáfu henni einkunn.
Skólasafnið veitti þremur mestu lestrarhestum árgangsins viðurkenningaskjöl og bókaverðlaun fyrir frábæran árangur. 5. OS fær að sjálfsögðu að hafa lestrarbikar árgangsins hjá sér í vetur eftir að hafa náð markmiði sínu með slíkum glæsibrag.
Óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn. Myndir eru í myndasafni bekkjarins.

Til baka
English
Hafðu samband